Sunday, November 10, 2002

Marensterta Rice Krispies

4 eggjahvítur
1 1/2 dl púðursykur
1 1/2 dl sykur
3 dl Rice Krispies
2 1/2 dl rjómi, þeyttur
100 gr Sirius Konsum suðusúkkulaði

Þeytið saman eggjahvítur og púðursykur, blandið sykrinum út í og þeytið áfram þar til sykurinn er uppleystur en það tekur að endingu 10-15 mín. Að endingu er Rice Krispies blandað saman við. Mótið tvo 22 cm hringi á bökunarpappír og dreyfið marensinum innan þeirra. bakið við 100°C í 3 klst. í blástursofni en 130°C í venjulegum ofni. Botnarnir eru settir saman með þeyttum rjóma og brytjuðu suðusúkkulaði. Að endingu bræðið 4 bita af súkkulaði og setjið með teskeið yfir kökuna.

Friday, July 26, 2002

Marensterta með snikkersrjóma
Verðlauna uppskrift í mars og snikkerskeppni Perlunar

Botn:
3 eggjahvítur
150 gr. Sykur

Krem:
3 eggjarauður
4 msk. Flórsykur
2 stk. Snikkers stór
½ lítri rjómi

Botn:
Eggjahvíturnar þeyttar vel og sykurinn settur smátt og smátt saman við og þeytt þangað til hvítan verður stíf. Sett á 2. bökunarplötur, gott er að teikna hring á bökunarpappír og setja svo marensinn á pappírinn.
Bakað við 150° hita þar til hann er orðin þurr ca. 1-2 tíma. Gott að láta hann kólna í ofninum yfir nótt. Með blæstri 130° hita.

Krem:
Þeytið eggjarauðurnar og sykurinn vel saman. Bræðið snikkersin yfir vatnsbaði setja smá rjóma út í. Blandað varlega saman við eggjablönduna og þeytið vel á meðan.
Þeytið rjóman, setjið helming af rjómanum í snikkersblönduna smátt og smátt. Gott er að kæla snikkersblönduna þangað til hún þykknar áður enn hún er sett yfir tertuna.

Setja saman tertuna.
Marensbotn rjómi snikkersrjómi,
Marensbotn rjómi snikkersrjómi.


Marsipanvínarbrauð
Geðveikt góð vínarbrauð!

Deig:
400gr.smjör
2dl. sykur
1kg. hveiti
2 egg
1tsk. möndludropar

Fylling:
600gr. marsipan
2dl. apríkósumarmelaði (ég set yfirleitt eina krukku)
smá vatn

Öllu innihaldi deigsins gluðað saman í matvinnsluvél og hrært í kúlu. Marsipanið er raspað gróft niður. Svo er öllu innihaldi fyllingar gluðað saman. Degið er geymt svolítið í kæli áður en það er flatt út því þá verður það stinnara (t.d. bara á meðan verið er að gera fyllinguna). Degið er flatt út í c.a. 10 cm breiðar lengjur, fyllingunni smurt þykkt eftir endilangri miðju deigsins og svo brotið inn á. Gott er að nota einhvern spaða til að fletta deginu upp á fyllinguna. Það skiptir engu þó þetta líti ekki 100% út fyrir bakstur (eins og eitthvað keypt úr Björnsbakarí, frekar eins og eitthvað sem hefði mistekist í Björnsbakaríi og yrði hent. Það skiptir engu því eftir bakstur þá sést það ekki. Ég segi þetta því að degið er svolítið dyntótt en þetta er vel þess virði